• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Fjórar tilnefningar rata til kvennaFjórar bækur eftir konur hlutu í gær tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins. Bækurnar sem um ræðir eru Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur,

Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Strendingar eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og Delluferðin eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Að auki er tilnefnd bókin Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson.


Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins eru á vegum fjármögnunarverkefnisins Skapandi Evrópu sem hverfist um skapandi og menningarlegar greinar. Þau ríki sem koma að verkefninu eru 36 talsins, þ.e. öll aðildaríki Evrópusambandsins, umsóknarríkin og EES-löndin, og útnefnir hvert ríki sigurvegara á þriggja ára fresti. Ísland var því síðast með árið 2017 en þá komu verðlaunin í hlut Halldóru K. Thoroddsen fyrir Tvöfalt gler.

Á síðu Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins má nálgast frekari upplýsingar um tilnefningarnar.