• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ferðin á heimsenda heldur áfram


Sigrún Elíasdóttir gaf út sína fyrstu bók árið 2013 og fjallaði hún um alþýðumanninn afa hennar og samband þeirra. Í fyrra sendi Sigrún síðan frá sér aðra skáldsögu, ætluð ungmennum frá átta til tólf ára. Bókin nefnist Leitin að vorinu og er sú fyrsta í þríleiknum um ferðina á heimsenda.


Ferðin á heimsenda heldur áfram og nú er komin út næsta bók, Týnda barnið. Á vef Forlagsins er söguþráður kynntur á þessa leið:


Húgó og Alex eru ekki búin að gefast upp á því að finna vorið þótt stundum gangi allt á afturfótunum. Nú eru þau komin á nýjar slóðir þar sem þau kynnast meðal annars gömlum karli með unglingaveiki, risaskordýrum og dularfullri konu sem býr yfir leyndarmáli úr fortíð Húgós.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband