• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ferðin á heimsenda heldur áfram


Sigrún Elíasdóttir gaf út sína fyrstu bók árið 2013 og fjallaði hún um alþýðumanninn afa hennar og samband þeirra. Í fyrra sendi Sigrún síðan frá sér aðra skáldsögu, ætluð ungmennum frá átta til tólf ára. Bókin nefnist Leitin að vorinu og er sú fyrsta í þríleiknum um ferðina á heimsenda.


Ferðin á heimsenda heldur áfram og nú er komin út næsta bók, Týnda barnið. Á vef Forlagsins er söguþráður kynntur á þessa leið:


Húgó og Alex eru ekki búin að gefast upp á því að finna vorið þótt stundum gangi allt á afturfótunum. Nú eru þau komin á nýjar slóðir þar sem þau kynnast meðal annars gömlum karli með unglingaveiki, risaskordýrum og dularfullri konu sem býr yfir leyndarmáli úr fortíð Húgós.