• Helga Jónsdóttir

Enn vex skáldatalið


Teiknarinn og myndasagnasmiðurinn Elísabet Rún Þorsteinsdóttir hefur nú bæst við skáldatalið. Hún er höfundur heimildarmyndasögunnar Kvár: Hvað er að vera kynsegin? sem kom út fyrr á þessu ári en sagan er jafnframt lokaverkefni hennar í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Elísabet hefur einnig sent frá sér grafísku nóvelluna Plöntuna á ganginum (2014), sem hún vann ásamt systur sinni Elínu Eddu Þorsteinsdóttur, auk þess sem hún hefur birt fjölda myndasagna í innlendum sem erlendum tímaritum. Jafnréttismál eru Elísabetu hugleikin en myndasögur hennar hverfast flestar um pólitísk og samfélagsleg málefni.


Hér má hlýða á viðtal við Elísabetu um nýjustu bók hennar, Kvár, í Tengivagninum á Rás 1 og hér má einnig lesa stutta umfjöllun um sama verk sem birtist nýlega á Skáld.is.


Við bjóðum Elísabetu innilega velkomna á Skáld.is.