SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir26. janúar 2021

Elísabet, Arndís og Hulda Sigrún hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin

Rétt í þessu afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Íslensku bókmenntaverðlaunin í 32. skiptið við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Snorri Helgason flutti lög við athöfnina og Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda flutti ávarp.

  • Í flokki skáldverka:

Verðlaunin komu í hlut Elísabetar Jökulsdóttur fyrir bók sína Aprílsólarkuldi (JPV útgáfa)

Aðrar bækur tilnefndar voru: Arndís Þórarinsdóttir: Innræti (Mál og menning), Auður Ava Ólafsdóttir: Dýralíf (Benedikt bókaútgáfa), Jónas Reynir Gunnarsson: Dauði skógar (JPV útgáfa) og Ólafur Jóhann Ólafsson: Snerting (Veröld).

  • Í flokki barna- og ungmennabóka:

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hrepptu verðlaunin fyrir bókina Blokkin á heimsenda ( Mál og menning)

Aðrar bækur tilnefndar voru: Hildur Knútsdóttir: Skógurinn (JPV útgáfa), Kristín Björg Sigurvinsdóttir: Dulstafir - Dóttir hafsins (Björt – Bókabeitan), Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Grísafjörður (Salka) og Yrsa Sigurðardóttir: Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin (Veröld).

  • Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Sumarliði R. Ísleifsson hlaut verðlaunin fyrir bók sína Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár (Sögufélag).

Aðrar bækur tilnefndar voru: Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: Konur sem kjósa - aldarsaga (Sögufélag), Gísli Pálsson: Fuglinn sem gat ekki flogið (Mál og menning), Kjartan Ólafsson: Draumar og veruleiki – Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn (Mál og menning) og Pétur H. Ármannson: Guðjón Samúelsson húsameistari (Hið íslenska bókmenntafélag).