• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Elísabet er höfundur septembermánaðar
Elísabet Jökulsdóttir er höfundur septembermánaðar á Bókasafni Hafnarfjarðar og að því tilefni stígur hún á stokk laugardaginn 11. september og les úr Aprílsólarkulda, sem vann íslensku Bókmenntaverðlaunin 2020 og var tilnefnd til Fjöruverðlauna.Í kynningu á Facebook segir:

Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skóla-stúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins.

Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „… því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum.

Viðburðurinn á Bókasafni Hafnarfjarðar hefst kl. 13 þennan laugardag og eru öll velkomin.