• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Elísabet, Arndís og Hulda Sigrún hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin

Rétt í þessu afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Íslensku bókmenntaverðlaunin í 32. skiptið við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Snorri Helgason flutti lög við athöfnina og Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda flutti ávarp.
  • Í flokki skáldverka:

Verðlaunin komu í hlut Elísabetar Jökulsdóttur fyrir bók sína Aprílsólarkuldi (JPV útgáfa)


Aðrar bækur tilnefndar voru: Arndís Þórarinsdóttir: Innræti (Mál og menning), Auður Ava Ólafsdóttir: Dýralíf (Benedikt bókaútgáfa), Jónas Reynir Gunnarsson: Dauði skógar (JPV útgáfa) og Ólafur Jóhann Ólafsson: Snerting (Veröld).


  • Í flokki barna- og ungmennabóka:

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hrepptu verðlaunin fyrir bókina Blokkin á heimsenda ( Mál og menning)


Aðrar bækur tilnefndar voru: Hildur Knútsdóttir: Skógurinn (JPV útgáfa), Kristín Björg Sigurvinsdóttir: Dulstafir - Dóttir hafsins (Björt – Bókabeitan), Lóa H. Hjálmtýsdóttir: Grísafjörður (Salka) og Yrsa Sigurðardóttir: Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin (Veröld).  • Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Sumarliði R. Ísleifsson hlaut verðlaunin fyrir bók sína Í fjarska norðursins : Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár (Sögufélag).

Aðrar bækur tilnefndar voru: Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: Konur sem kjósa - aldarsaga (Sögufélag), Gísli Pálsson: Fuglinn sem gat ekki flogið (Mál og menning), Kjartan Ólafsson: Draumar og veruleiki – Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn (Mál og menning) og Pétur H. Ármannson: Guðjón Samúelsson húsameistari (Hið íslenska bókmenntafélag).Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband