• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Eitthvað dularfullt er á seyði!


Brynhildur Þórarinsdóttir skrifar fyrir börn og ungmenni, einkum skáldsögur en hún hefur einnig sent frá sér endursagnir á vel völdum Íslendingasögum. Brynhildur hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu og heldur hún úti vefnum www.islendingasogur.is um efni sagnanna.


Nýverið kom út bókin Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi og sá Elín Elísabet um að myndskreyta söguna. Um söguþráðinn segir á vef Forlagsins:


Eitthvað dularfullt er á seyði í hverfinu. Símar hverfa og finnast ekki aftur.
Katla kemst á sporið og fær Hildi systur sína og Bensa vin hennar í lið með sér. Saman reyna þau að komast til botns í málinu.
Rannsóknin leiðir þau á óvæntar slóðir en skyldi þeim takast að leysa gátuna?


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband