• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Eftirmæli (stolin og stæld)

eftir Rögnu Steinunni Eyjólfsdóttur (f. 1936) sem bætist í skáldatalið í dag.


Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna!Blessuð sé minning hennar.

Hún helgaði fjölskyldunni alla krafta sína.

Hefði hún ekki alltaf verið reiðubúin

að elda mat jafnt á nóttu sem degi

hefði fjöldinn allur af krakkavillingum dáið úr sulti.

Og engin var vísari til að styrkja húsbóndann

í hretviðrum lífsins með heitum kaffisopa.

Frá henni kom hann endurnýjaður út í lífsbaráttuna.

Aldrei heyrðist frá henni óþreyjuorð.

Eldhúsið var hennar staður.

Þar naut hún sín.

Eg er viss um að hún fær alla sína fórnfýsi

þúsundfalt borgaða

á eilífðarlandi öskuhauganna.

Vertu sæl, gamla eldavél.


Á morgun kemur nýja eldavélin úr kaupstaðnum.


(TMM, 1979)


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband