• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Eftir flóðiðLestrarklefinn efnir til bókmenntaviðburðar til heiðurs þriggja bóka úr nýafstöðnu jólabókaflóði. Horft er til bóka sem hefðu mátt rata til fleiri lesenda og fá meiri athygli.


Það reyndist erfitt að velja bara þrjár bækur til að hampa þar sem margt gott leyndist í bókaflóði síðasta árs en úr varð að velja eftirfarandi bækur:


  • Strendingar - Fjölskyldulíf í sjö töktum eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur

  • Hetja eftir Björk Jakobsdóttur

  • Hrímland - Skammdegisskuggar eftir Alexander Dan


Hér má sjá stutt viðtöl við höfunda bókanna ásamt upplestri. Rebekka Sif Stefánsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir stýra viðburðinum.


Eftir flóðið er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband