- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Dagur íslenskrar tungu með Arndísi

Á morgun, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni ræða Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur og Kolbrún Björk Sveinsdóttir, verkefnastjóri á Bókasafni Kópavogs saman um tungumál, lestur, bækur og bókasöfn.
Spjallið hefst klukkan 17 og verður streymt bæði á Youtube og Facebook-síðum Bókasafns Kópavogs og Menningarhúsanna í Kópavogi.
Myndin af Arndísi er fengin af viðburðarsíðunni.