• Soffía Auður Birgisdóttir

Brynja hlaut LjóðstafinnLjóðstafur Jóns úr Vör var veittur í gær í tuttugasta sinn og kom að þessu sinni í hlut ljóðskáldsins Brynju Hjálmsdóttur. Ljóðstafurinn er veittur fyrir stakt ljóð sem ekki hefur birst áður og er sent inn í keppnina undir dulnefni.


Brynja, sem er fædd 1992, hefur sent frá sér tvær ljóðabækur: Okfrumuna 2019 og Kona lítur við 2021. Bókunum hefur verið gríðarlega vel tekið, sú fyrri var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin ljóðabók ársins af bóksölum 2019. Hér má lesa ritdóm Okfrumuna. Skáld.is birti viðtal við Brynju síðastliðið haust sem má lesa hér.


Það er Lista- og menningarráðs Kópavogs sem efnir á hverju ári til ljóðasamkeppni sem kennd er við skáldið Jón úr Vör sem bjó og starfaði í Kópavogi um árabil. Stofnað var til verðlaunanna í minningu skáldsins sem lést 4. mars 2000. Auk fjárupphæðar fær verðlaunahafi göngustaf Jóns til varðveislu í eitt ár. Veitt eru þrenn verðlaun, auk sérstakra viðurkenninga. Í ár hlaut Jakub Stachowiak önnur verðlaun og Elín Edda Þorsteinsdóttir þriðju verðlaun. Sérstakar viðurkenningar komu í hlut Draumeyjar Aradóttur, Guðrúnar Brjánsdóttur, Hallgríms Helgasonar, Jóns Hjartarsonar, Ragnars H. Blöndals og Sigrúnar Björnsdóttur.Brynja er tíunda kvenljóðskáldið sem hlýtur þessi verðlaun en fyrri handhafar Ljóðstafsins eru: Þórdís Helgadóttir (2021), Björk Þorgrímsdóttir (2020), Brynjólfur Þorsteinsson (2019), Sindri Freysson (2018), Ásta Fanney Sigurðar-dóttir (2017), Dagur Hjartarson (2016), Anton Helgi Jónsson (2014 og 2009), Magnús Sigurðsson (2013), Hallfríður J. Ragnheiðardóttir (2012), Steinunn Helga-dóttir (2011), Gerður Kristný (2010), Jónína Leósdóttir (2008), Guðrún Hannesdóttir (2007), Óskar Árni Óskarsson (2006), Linda Vilhjálmsdóttir (2005), Hjörtur Marteinsson (2004) og Hjörtur Pálsson (2002).


Við óskum Brynju Hjálmsdóttur hjartan-lega til hamingju með Ljóðstafinn.