• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Beið þess aldrei bætur

Elínborg Lárusdóttir, frægur rithöfundur um miðja síðustu öld, ritaði endurminningar Hólmfríðar Margrétar Björnsdóttur, síðar Hjaltason (1870-1948). Bókin heitir Tvennir tímar og varð síðasta bók Elínborgar.


Hætt er við að nútímafólk trúi varla að barn hafi þurft að þola þá meðferð sem Hólmfríður fékk í uppvexti sínum í Skagafirði undir lok 20. aldar. En þetta var hlutskipti margra íslenskra barna og vinnukvenna fyrr á öldum, segir í grein eftir Steinunni Ingu Óttarsdóttur um bókina sem er að finna hér á vefnum.


Hólmfríður var send til vandalausra aðeins fárra daga gömul. Hún var farin að sinna ýmsum verkum um 5 ára aldurinn, s.s. að prjóna, tæja ull og rífa hrís til eldiviðar. Átta ára vann hún fyrir sér á kotbæ og voru henni þá falin verstu verkin, m.a. að bera vatn og mó, sópa og moka snjó. Erfiðisvinna, veikindi og vannæring settu mark á heilsu litlu stúlkunnar, svo hún beið þess aldrei bætur.


Hólmfríður giftist og settist að á Þórshöfn á Langanesi árið 1900 en síðar fluttust þau hjónin til Noregs þar sem hún gat hafið nýtt líf, án fátæktar og fordóma.


Meira um Hólmfríði í greinasafninu.