• Guðrún Steinþórsdóttir

Barnaleikur


Árið 2011 sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér skáldsöguna Jójó og ári síðar fylgdi hún henni eftir með framhaldsbókinni Fyrir Lísu. Sögurnar eiga það sameiginlegt að fjalla um áhrif kynferðislegs ofbeldis í bernsku á sjálfsmynd og líf þolenda og eru því mikilvægt innleg í umræðuna um ofbeldi gegn börnum. Í greininni „Barnaleikur“ beinir Dagný Kristjánsdóttir sjónum að tráma, minni og gleymsku í Jójó en hún ræðir einnig stuttlega um Fyrir Lísu. Greinin er einkar áhugaverð en hún er skrifuð undir formerkjum frásagnarlæknisfræði.


Grein Dagnýjar má nú nálgast hér á Skáld.is