• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Bókverk á BorgarbókasafniNæstkomandi fimmtudag kl. 17 opnar sýning á bókverkum eftir Sigurborgu Stefánsdóttur í Borgarbókasafninu Kringlunni en Sigurborg hefur fengist við bókverkagerð í um 30 ár.


Bókverkin eru af ýmsum toga enda beitir Sigurborg afar fjölbreyttum aðferðum við gerð þeirra, t.d. notar hún klippitækni, teikningar, málun, útskurð og ljósmyndir. Sumar bókanna geyma ennfremur texta, ýmist fagurfræðilega eða með pólitískum skírskotunum.


Sigurborg nam myndlist í Kaupmannahöfn á árunum 1982-1987 og starfaði um árabil sem kennari við Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Í dag einbeitir hún sér að eigin myndlist og er með vinnustofu á Grensásvegi 12A í Reykjavík.


Á heimasíðu Sigurborgar getur að líta fjölbreytt bókverk hennar og önnur listaverk úr smiðju hennar.