• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Bókmenntakvöld: Ýmsar hamfarir


Eftir viku, þriðjudagskvöldið 30. mars, verður boðið upp á bókmenntakvöld í Bókasafni Seltjarnarness. Þá mun Sigríður Hagalín fjalla um og lesa upp úr bók sinni Eldarnir – Ástin og aðrar hamfarir.

Jarðskjálftar hafa skekið Reykjanesskagann allhressilega og nú gýs í Geldingadal. Því á bók Sigríðar ákaflega vel við þessa dagana því hún fjallar einmitt um slíkar aðstæður, líkt og segir í kynningu á bókinni:

Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eldfjöllin eru vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna. En áferðarfallegt og hamingjuríkt líf hennar lætur ekki lengur að stjórn.

Viðburðurinn stendur frá 19:30-20:30 og eru öll velkomin meðan húsrúm og fjöldatakmörkun leyfir. Það er grímuskylda í húsinu og fólk er beðið að virða 2ja metra reglu.


Viðburðurinn á Facebook er hér og hægt er að skrá sig hér.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband