• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Bókaspjall í beinniHinni árlegu Bókamessu 2020 var aflýst í ár, vegna kórónuveirunnar. Þess í stað er boðið upp á ýmsa viðburði í beinu streymi á Fésbók.


Á morgun segja þýðendur frá og lesa brot úr nýjum þýðingum sem sæta tíðindum í íslensku bókmenntalandslagi. Þar segir t.d. Áslaug Agnarsdóttir frá þýðingu sinni á rússnesku örsögunum, Gamlar konur detta út um glugga eftir Danííl Kharms, en meðþýðandi er Óskar Árni Óskarsson. Þá fjallar Magnús Sigurðsson um Berhöfða líf sem geymir úrval ljóða eftir bandarísku skáldkonuna Emily Dickinson ásamt ítarlegum inngangi hans.


Viðburðurinn hefst kl. 14 og verður streymt frá Facebook síðu Bókmenntaborgarinnar.


Hér má nálgast síðu Bókamessu í Bókmenntaborg en þar er m.a. að finna viðamikla dagskrá ásamt ýmsum fróðleik. Þá má einnig ná sér í gönguapp og fara í rafræna bókmenntagöngu sem er skemmtileg nýjung.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband