• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Bókakaffi | Gleymdar konur


Miðvikudaginn 27. janúar verður boðið upp á dagskrá á Borgarbókasafninu Gerðubergi sem hverfist um gleymdar konur sögunnar.


Kvöldið hefst með því að fimm gleymdar konur eru heiðraðar með því að sýna jafn margar stuttmyndir úr Brazen-seríunni, eftir Pénélope Bagieu í leikstjórn Mai Nguyen og Charlotte Cambon.


Að lokinni sýningu verða umræður og í pallborði sitja Erla Hulda Halldórsdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Nína Björk Jónsdóttir. Velt verður upp spurningum á borð við: Hvaða kvenna samtímans mun framtíðin minnast? Hvers vegna er afreka karla fremur minnst en kvenna? Hver skrifar söguna og hvernig getum við tekið ábyrgð í ferlinu?


Viðburðurinn stendur frá 19:30 21:00. Það er frítt inn en þarft er að skrá sig og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.


Hér er hægt að skrá sig og nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn.


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband