• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Auglýst eftir ungum ljóðunnendum


Orðskjálfti eru nýstofnuð samtök sem standa fyrir ritsmiðjum fyrir ungt fólk. Nú leita þau að ljóðunnendum á aldrinum 16-25 ára sem vilja taka þátt í að ritstýra norrænu safnriti þar sem safnað er því allra besta sem út kom af norrænni ljóðlist árið 2020 - og til að læra í leiðinni sitthvað um ritstjórnarferlið.

Frekari upplýsingar verða á kynningarfundi í Gröndalshúsi þriðjudaginn 1. júní kl. 18. Hér er viðburðurinn á Facebook.

Í sumar mun Orðskjálfti einnig standa fyrir ritsmiðju í samvinnu við norræn systursamtök í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þar sem ungu fólki gefst kostur á að gera upp og glíma við lífsreynslu síðasta árs í rituðu máli. Ritsmiðjan verður kynnt nánar síðar.

Að Orðskjálfta standa Lára Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir sem allar hafa einnig unnið með dönsku systursamtökunum Ordskælv.


Nánari upplýsingar gefur Sunna Dís Másdóttir, s. 6993936

sunnadis@gmail.com og ordskjalfti@gmail.com