• Soffía Auður Birgisdóttir

Anna Lára komin í skáldatalið


Anna Lára Möller er nýjasti meðlimur skáldatalsins. Í haust kom út fyrsta bók Önnu Láru, VONIN, en í henni eru bæði ljóð og örsögur. Í frétt um bókina síðastliðið haust sagði:


Í bókinni er að finna bæði ljóð og örsögur og skiptist hún í 6 kafla sem nefnast: Sorgin, Leiftursókn, Farsæld, Í Fréttum er þetta helst ..., Örsögur og Vonin.  

Ljóð Önnu Láru leika gjarnan á mörkum sorgar og gleði; þau lýsa sárri andlegri  lífsreynslu, ást, þrá, tælingu, missi og örvæntingu. 

Í örsögunum bregður höfundur á leik í fjölbreytilegum sögum þar sem greina má bæði háð og skop, en einnig ljóðrænar stemmningar og ádeilu.

VONIN er tileinkuð minningunni um eiginmann Önnu Láru, Jóhann Möller, sem lést á vormánuðum 2018.

VONIN fæst nú á Bókamarkaði íslenskra bókaútgefandi á mjög góðu verði, en allar tekur af sölu hennar renna beint til Hjartadeildar Landspítalans.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband