• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Alltaf er einhver sem græturHljóðlátt hvísl um hugann fer,

hræðir ungu blómin mín,

þegar sólin sælast skín,

sækir að mér daga og nætur.

Þegar jörð og himinn hlær,

hvíslar einhver dapur blær:

Alltaf er einhver sem grætur.


Hvenær þagnar þetta hvísl,

þetta ömurleikamál?

Er það máski einhver sál,

sem alein vakir dimmar nætur

og vill minna mig á það,

að margur guð til einskis bað

og alltaf er einhver sem grætur?


Viðkvæmt eins og hörpuljóð

huldunnar í klettaborg

hvíslar dagsins dulda sorg

um draum sem hvergi festir rætur.

Himinninn er hreinn og blár.

Hrynja samt um gluggann tár,

því alltaf er einhver sem grætur.Jakobína Sigurðardóttir, Kvæði 1960

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband