SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir29. nóvember 2020

Alltaf bætist við Skáldatalið

Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir hefur nú bæst við sívaxandi skáldatal okkar og eru skáldkonurnar orðnar 345 talsins.

 

Valgerður gaf út ljóðabókina Öldufax, sjónarrönd af landi nú í haust og er það hennar fyrsta verk en áður hefur hún sent frá sér greinar og fengið birt eftir sig ljóð í tímaritum.

Sæmundur gefur út ljóðabók Valgerðar og segir svo frá henni:

Maðurinn í náttúrunni og náttúran í manninum. Kynslóðirnar, fortíð, nútíð og framtíð. Allt eru þetta stef á ljóðbárum Valgerðar Kr. Brynjólfsdóttur. Í þessari fyrstu ljóðabók hennar mætast haf og land, enda er hún alin upp við sjóinn en býr nú við Heklurætur.