• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Dýralíf Auðar Övu


Von er á nýrri skáldsögu eftir Auði Övu. Sú heitir Dýralíf og gerist í vetrarmyrkri, rétt fyrir jól, þegar áður óþekkt lægð er í aðsigi.

Á þriðju hæð við Ljósvallagötu býr ljósmóðir (en ekki hvað) í íbúð sem hún erfði eftir einhleypa og barnlausa ömmusystur sína. Upp úr bananakassa koma þrjú handrit sem ömmusystirin vann að um sína daga, Dýralíf sem er rannsókn á því sem mannskepnan er fær um, Sannleikurinn um ljósið og Tilviljunin.

Auður Ava hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 fyrir skáldsöguna Ör og hin Médicis-verðlaunin frönsku fyrir Ungfrú Ísland sem kom út 2018.

Skáldsögur Auðar Övu hafa verið þýddar á 33 tungumál. Lesendur hafa beðið nýrrar skáldsögu með óþreyju.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband