SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir24. september 2020

Spágildi bókmennta...

 

Fjöldamörg dæmi finnast um það að í skáldskapartextum komi fram atriði sem síðar eiga eftir að rætast og reynast söguleg. Þannig hafa til að mynda ýmsar "fjarstæður" úr vísindaskáldskap síðar orðið alkunn tækni í mannheimum, svo eitthvað sé nefnt. Á þessu vekur Þórdís Gísladóttir athygli á facebook síðu sinni. Þórdís vísar til bókar sinnar, Randalín, Mundi og leyndarmálið, sem kom út í fyrra (2019), og skrifar:

"Það gerist að höfundar skrifa skáldskap sem síðan verður að veruleika. Leyndarmálið í þessari bók tengist flóttafólki sem sögupersóna felur heima hjá sér. Sagan endar vel. Látum sönnu söguna líka enda þannig að börn flóttafólks, sem fela sig á Íslandi, fái að fara í skólann sem þau hafa gengið í undanfarið."

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin af flóttafjölskyldunni er tekin af vefsíðu Stundarinnar.