• Soffía Auður Birgisdóttir

Spágildi bókmennta...


Fjöldamörg dæmi finnast um það að í skáldskapartextum komi fram atriði sem síðar eiga eftir að rætast og reynast söguleg. Þannig hafa til að mynda ýmsar "fjarstæður" úr vísindaskáldskap síðar orðið alkunn tækni í mannheimum, svo eitthvað sé nefnt. Á þessu vekur Þórdís Gísladóttir athygli á facebook síðu sinni. Þórdís vísar til bókar sinnar, Randalín, Mundi og leyndarmálið, sem kom út í fyrra (2019), og skrifar:

"Það gerist að höfundar skrifa skáldskap sem síðan verður að veruleika. Leyndarmálið í þessari bók tengist flóttafólki sem sögupersóna felur heima hjá sér. Sagan endar vel. Látum sönnu söguna líka enda þannig að börn flóttafólks, sem fela sig á Íslandi, fái að fara í skólann sem þau hafa gengið í undanfarið."


Myndin af flóttafjölskyldunni er tekin af vefsíðu Stundarinnar.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband