SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir19. september 2020

Hús harmleikja

Rétt í þessu var að koma út sjöunda glæpasagan eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur (f. 1944).

Hún heitir því spennandi nafni: Hús harmleikja.

Í litlu húsi á Eyrarbakka dvelur Alma Jónsdóttir blaðamaður inn knái við bókarskrif í rólegheitum. Söguefnið er reimleikar í húsum og ýmis áhrif þess. En fyrr enn varir er kyrrðin rofin. Kvikmyndaleikstjóri kemur á svæðið ásamt eiginmanni og aðstoðarmanni til að skoða tökustaði. Einnig skjóta upp kolli tveir handritshöfundar. Leyndarmál þorpsbúa taka þá að krauma undir yfirborðinu. Dauðinn ber að dyrum og ýmsir liggja undir grun um glæp. Lögreglan rannsakar málið en Alma er sem fyrr ekki aldeilis aðgerðalaus.

Guðrún hefur verið að skrifa frá 1978, m.a. ævisögur merkra manna, en lengst af var hún blaðamaður hjá Morgunblaðinu.