• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Gleði í Gröndalshúsi

Í gærkvöldi var svikakvöld í beinni útsendingu frá Gröndalshúsi en Svikaskáld standa að þessum ljóðakvöldum í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Þó fámennt væri á staðnum var glatt á hjalla og fór vel á með skáldunum.

Sunna Dís Másdóttir kynnti skáldin og las Jóna Guðbjörg Torfadóttir upp úr ljóðabókinni Tásunum, sem samnefndur ljóðahópur gaf út, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir las úr nýútkominni ljóðabók sinni Ísblárri birtu en Þórdís Helgadóttir, Ágúst Ásgeirsson og Birnir Jón Sigurðsson lásu upp óútgefin ljóð.

Skáld.is mætti á svæðið og tók myndir af skáldkonunum:

F.v. Sunna Dís Másdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir og Þórdís Helgadóttir.

Hér má hlýða á upplesturinn.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband