• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Hallfríður og Maxímús

Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, var til grafar borin í gær en hún lést 4. september sl. Hún er höfundur bókanna vinsælu um Maxímús Músíkús sem hefur kynnt Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir ungu kynslóðinni. Bækur hennar fimm um músina kátu áttu hug og hjörtu barna um víða veröld og opnuðu fyrir þeim heim tónlistarinnar. Í febrúar á þessu ári stjórnaði hún hljómsveit sem flutti tónlist eftir gleymdar konur fyrri alda.

Hallfríður er í skáldatalinu.

Í einni bókinni um Maxímús segir: „Hvar sem tónlist hljómar, þar verða allir glaðir.“

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband