• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Kvennabókamarkaður

Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefanda og er hann að þessu sinni í Hörpu. Markaðurinn opnaði á föstudaginn og stendur til 27. september. Þarna má finna alls konar kvennabókmenntir frá ýmsum tímum á lækkuðu verði.

Skáld.is mætti á staðinn og smellti af nokkrum myndum af því góðgæti sem bar fyrir augu. Myndirnar sýna þó einungis brot af þeim kvennabókmenntum sem eru í boði.