• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rýnt í verðlaunaskáldsögu


Á morgun ræðir Bókmenntaklúbbur Samtakanna '78 um verðlaunaskáldsöguna Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á Sigurðardóttur. Klúbburinn hittist í húsnæði Samtakanna '78 að Suðurgötu 3, frá kl. 15-17.

Meðan nóttin líður kom út árið 1990 og hreppti fjölda verðlauna. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1990, Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið eftir og loks Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1992.

Líkt og segir í viðburði Bókmenntaklúbbsins þá er hann tækifæri fyrir áhugafólk til að hittast og ræða bókmenntir sem snerta á hinsegin tilveru. Öll eru velkomin og er hvers kyns reynsla af bókmenntalestri með öllu óþörf.