• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rýnt í verðlaunaskáldsögu


Á morgun ræðir Bókmenntaklúbbur Samtakanna '78 um verðlaunaskáldsöguna Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á Sigurðardóttur. Klúbburinn hittist í húsnæði Samtakanna '78 að Suðurgötu 3, frá kl. 15-17.

Meðan nóttin líður kom út árið 1990 og hreppti fjölda verðlauna. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1990, Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið eftir og loks Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1992.

Líkt og segir í viðburði Bókmenntaklúbbsins þá er hann tækifæri fyrir áhugafólk til að hittast og ræða bókmenntir sem snerta á hinsegin tilveru. Öll eru velkomin og er hvers kyns reynsla af bókmenntalestri með öllu óþörf.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband