• Soffía Auður Birgisdóttir

Kvennabókaflóðið II

Fréttir hafa borist að mörgum fleiri konum sem eru með bók á árinu: Hlín Agnarsdóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Kristín Steinsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigrún Eldjárn, Gerður Kristný, Hulda Sigrún Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir, Jóna Valborg Árnadóttir, Elsa Nielsen, Sigrún Elíasdóttir, Birgitta Haukdal og Björk Jakobsdóttir.


Nokkrar bækur eru þegar komnar út, t.d. ljóðabækur eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Arndísi Þórarinsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur og skáldsögur eftir Jónínu Leósdóttur og Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur.

Ekki er ólíklegt að fréttir eigi eftir að berast af fleiri kvenrithöfundum sem taka þátt í bókaflóðinu í ár. Við reynum að fylgjast með og flytja fréttir og umsagnir um bækur kvenna.