SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 7. september 2020

Guðrún Helgadóttir 85 ára

Guðrún Helgadóttir rithöfundur er 85 ára í dag og óskar skáld.is henni hjartanlega til hamingju með daginn. Óhætt er að kalla Guðrúnu ástsælasta barnabókahöfund Íslands og hefur henni oft verið líkt við stöllu sína Astrid Lindgren.

Guðrún hefur skrifað fjölda vinsælla barnabóka og má þar nefna bækurnar um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna og bækurnar Sitji guðs englar (1983), Saman í hring (1986), Sænginni yfir minni (1987) sem lýsa fjörugum systkinahópi sem elst upp í Hafnarfirði á stríðsárunum. Bókina Ástarsögu úr fjöllunum (1981) gerði Guðrún í samstarfi við Brian Pilkingson en frábærar teikningar hans og fjörleg saga Guðrúnar eru stórkostleg blanda.

Á vefnum Lifðu núna má lesa skemmtilegt viðtal við Guðrúnu Helgadóttir þar sem hún ræðir um feril sinn í bókmenntum og stjórnmálum og ræðir einnig ýmis tabú og fordóma gagnvart eldra fólki.