• Soffía Auður Birgisdóttir

Kvennabókmenntaflóð

Samkvæmt fréttum sem byrjaðar eru að berast um bókmenntaheiminn eru margar konur í hópi íslenskra rithöfunda með bækur í haust. Við eigum von á sögulegum skáldsögum, skáldævisögum, skáldsögum, ljóðabókum, barnabókum og ýmsu fleira eftir konur. Skáld.is mun reyna af kappi að fylgjast með, en vitum núna að þessar eru með í haust: Hildur Knútsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Vilborg Davíðsdóttir, Benný Sif Ísleifsdóttir, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Yrsa Þöll Gylfadóttir, Guðrún Hannesdóttir og Guðrún Brjánsdóttir.


Þá eru spennandi endurútgáfur einnig á ferðinni og er þar fyrst að nefna Ljóðasafn KÓ - með öllum ljóðabókum Kristínar Ómarsdóttur. Þá er nýbúið að endurútgefa Hjartastað eftir Steinunni Sigurðardóttur og von er á nýrri útgáfu á Tvöföldu gleri eftir Halldóru Kristínu Thoroddsen.