- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Fyrstu bækur haustsins
Jólabókaflóðið er rétt handan við hornið og prentsvertuangan í lofti. Nú eru fyrstu bækur haustsins að koma út til að gleðja landann í skammdeginu og kórónukvínni.
Unglingabókin Hingað og ekki lengra eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur og sögulega skáldsagan Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur eru í prentun og rata fljótlega í bókabúðir.
Það er því til margs að hlakka!