• Soffía Auður Birgisdóttir

Ung kona kveður sér hljóðs


Bókaútgáfan Forlagið stendur fyrir samkeppni sem ber yfirskriftina NÝJAR RADDIR þar sem leitað er að góðum handritum eftir nýja höfunda. Sigurvegari keppninnar er Guðrún Brjánsdóttir en fyrsta skáldsaga hennar, SJÁLFSSTÝRING, er nýkomin út.


Í kynningu Forlagsins segir um efni sögunnar:


"Lífið virðist blasa við hæfileikaríkri, ungri konu. Hún á góða vini, ástríka fjölskyldu og er á leiðinni í spennandi inntökupróf við virtan tónlistarskóla erlendis. En eftir það sem vinur hennar gerði í partíinu um jólin upplifir hún aðeins einkennilegan doða og tengslaleysi við sjálfa sig og sína nánustu. Sjálfstýring er grípandi samtímasaga sem fjallar á raunsannan hátt um afleiðingar ofbeldis og leiðina til baka út úr myrku herbergi."


Skáld.is óskar Guðrúnu Brjánsdóttur til hamingju með bókina og býður hana velkomna á ritvöllinn.Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband