Ritstjórnarfundur

Ritstjórn Skáld.is samanstendur af þremur konum, Jónu Guðbjörgu Torfadóttur, Soffíu Auði Birgisdóttur og Steinunni Ingu Óttarsdóttur. Sigríður Albertsdóttir hefur yfirgefið ritstjórnina í bili og er henni þakkað samstarfið af öllu hjarta. Ótrauðar stefnir ritstjórn á heimsyfirráð, í það minnsta að uppfæra vefinn og bæta. Vinna við gagnagrunninn góða um íslenskar skáldkonur gengur ágætlega en alltaf má nota góðar ábendingar eða samantektir um skáldkonur sem vantar samastað á netinu. Það er hægt að senda okkur efni, helst sem mest tilbúið til birtingar.

Fundur í ritstjórn á dögunum, f.v. Steinunn Inga, Jóna Guðbjörg og Soffía Auður