• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Að murka líf úr manneskju

Manneskjan

eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur

Virðist fljótt

á litið ekki mikið

meir en safn af

stökkum beinum,

næfur

pappírsbarki

og hálfpottshjarta

sem má ekki við miklu

má ekki út úr húsi

í golu

(teygð glær húð)

en mér finnst

rétt að taka fram, að það er

talsvert verk

að murka lífið úr manneskju

(Hryggdýr 2018)

Sigurbjörg Þrastardóttir (f. 1973) hefur ort ljóð, skrifað skáldsögur og leikrit og verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóð hennar og sögur hafa birst í þýðingum viða um heim, allt frá Frakklandi til Kólumbíu.

Ljóðabókin Hryggdýr frá 2018 er mögnuð, margræð og myndrík ljóðabók sem skáld.is mælir 100% með að njóta nú þegar haustið nálgast.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband