• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Svikakvöld innan húss og utan


Svikaskáld og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa að mánaðarlegum Svikakvöldum í Gröndalshúsi, Grjótaþorpi. Kvöldin eru jafnan þriðja fimmtudag hvers mánaðar og því er næsta Svikakvöld næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 21-22.

Á Svikakvöldum troða upp bæði ný og reyndari skáld og er fjölberytileikinn hafður að leiðarsljósi. Með þessu móti er von til þess að tengdar séu saman kynslóðir, menningarheimar og senur innan ljóðaheimsins í Reykjavík. Að þessu sinni stíga á stokk eftirfarandi skáld:

Arndís Þórarinsdóttir

Fríða Ísberg

Hanne Højgaard Viemose Sofie Hermansen Eriksdatter

Ingimar Bjarni

Sölvi Halldórsson

Örvar Smárason

Gröndalshús rúmar ekki marga gesti og því verður dagskráin einnig í beinni, á viðburðasíðu Facebook.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband