• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rafrænt útgáfuhóf - Ljóðasafn Kristínar Ómarsdóttur


Bókaforlagið Partus býður upp á rafræna veislu í tilefni af útgáfu Ljóðasafns Kristínar Ómarsdóttur fimmtudaginn 20. ágúst, frá kl. 20-21. Ljóðasafn Kristínar geymir fyrstu átta ljóðabækur skáldkonunnar en flestar þeirra hafa verið ófáanlegar um langa hríð. Þau sem vilja hafa bókina við höndina í veislunni geta nálgast eintak af bókinni á síðu Partusar.

Veislan verður í beinni útsendingu á viðburðasíðunni. Auk Kristínar munu nokkrir góðir gestir taka þátt í dagskránni, sem verður kynnt betur þegar nær dregur.