• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Rafrænt útgáfuhóf - Ljóðasafn Kristínar Ómarsdóttur


Bókaforlagið Partus býður upp á rafræna veislu í tilefni af útgáfu Ljóðasafns Kristínar Ómarsdóttur fimmtudaginn 20. ágúst, frá kl. 20-21. Ljóðasafn Kristínar geymir fyrstu átta ljóðabækur skáldkonunnar en flestar þeirra hafa verið ófáanlegar um langa hríð. Þau sem vilja hafa bókina við höndina í veislunni geta nálgast eintak af bókinni á síðu Partusar.

Veislan verður í beinni útsendingu á viðburðasíðunni. Auk Kristínar munu nokkrir góðir gestir taka þátt í dagskránni, sem verður kynnt betur þegar nær dregur.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband