• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Átt þú erindi í Skáldatalið okkar?


Skáldatalið okkar fer sístækkandi, en það hýsir nú 331 skáldkonu, og það er ekki síst með ykkar hjálp, kæru skáldkonur. Konur hafa verið duglegar að senda okkur upplýsingar um ævi og verk, sín og annarra, til birtingar í Skáldatalinu og munar mjög um það þar sem öll vinnan við vefinn er unnin í sjálfboðavinnu í stundum knöppum frítíma.

Við viljum gjarna fá allar íslenskar skáldkonur í skáldatalið, bæði lífs og liðnar. Það sem við miðum við er að viðkomandi hafi sent frá sér a.m.k. eina bók.

Hafið endilega samband í gegnum netfangið skald@skald.is ef þið teljið ykkur eiga heima í Skáldatalinu eða lumið á öðrum upplýsingum sem eiga þangað erindi.