Hin víðkunna skáldkona frú Salverson

 

Árið 1970 birtist í vesturíslenska tímaritinu Lögbergi-Heimskringlu andlátstilkynning merkrar skáldkonu.

 

Laura Goodman Salverson fæddist í Winnipeg, dóttir fátækra hjóna sem gáfust upp á hokri á Íslandi og stigu á skipsfjöl á þokuslungnum morgni  árið 1887 til að freista gæfunnar í nýju landi. 

 

Laura á að baki langan og farsælan feril og naut mikillar viðurkenningar í Kanada. Frú Salverson eins og hún var jafnan nefnd varð einn af kunnustu rithöfundum Kanada á fyrri hluta síðustu aldar. Stærstu verk hennar eru skáldsagan Viking Heart, sem kom samtímis út árið 1923 í London, New York og Toronto, og Játningar landnemadóttur sem kom út árið 1939 í Kanada (og á íslensku árið 2000) og fyrir þá bók hlaut hún æðstu bókmenntaverðlaun sem veitt eru þar í landi.

 

Frú Salverson er nú komin í skáldatalið þar sem hún á sannarlega heima þrátt fyrir að hafa skrifað að mestu á ensku. 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband