• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Kjaftagangur að sveitasið á Snæfellsnesi


Það er skemmtilegur viðburður á dagskrá annað kvöld í Grundarfirði því líkt og segir í kynningunni þá „verður boðið upp á gamaldags kaffiboð að íslenskum sið á Bókamarkaðnum, Borgarbraut 2. Harpa Rún Kristjánsdóttir er skáldkona en jafnframt bóndi, bókmenntafræðingur og bústólpi og hún ætlar að kjafta okkur í kaf með allskonar frásögnum og skemmtilegheitum. Harpa Rún hlaut verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu, sem kom út á síðasta ári og er skáldkonan með margt á prjónunum sem hún ætlar að segja okkur frá. Og auðvitað verður hægt að plata hana til að árita eintök ;)

Við erum að tala um ekta eldhússpjall þar sem við leshópspíur skellum á okkur svuntum og bjóðum upp á rótsterkt kaffi og íslenskar pönnukökur með rabbabarasultu og þeyttum rjóma!“

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband