• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Týsfjólan vex

Ljóð dagsins er Týsfjóla eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur (1993). Ljóðið birtist í 3. tbl. Skandals, maí 2020. Ljóðið vekur athygli fyrir sérlega heildstætt og ljóðrænt myndmál og boðskap. Birt í leyfisleysi.

ég tróð skóflu

milli rifbeina og garna

reytti stakk snéri upp á

umrótaði skömm

sáði mjúkum fræjum

kjarks og sjálfsblíðu

í miðju beðs

vonaði vökvaði

frá morgni til kvölds

svo þegar ég loks fór að blómstra

hefti ég sárið

sótti fram

vitandi að villt flóra Íslands óx innra með

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband