SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. júlí 2020

Vel heppnað Svikakvöld

Það var fullt út að dyrum á vel heppnuðu Svikakvöldi gærkvöldsins í Gröndalshúsi. Þar lásu sjö skáld sem endurspegluðu vel þann fjölbreytileika sem einkennir þessar kvöldstundir: Þarna stigu á stokk skáld sem komu úr ýmsum áttum, bæði reynd og óreynd með hefðbundin ljóð og óhefðbundin, útgefin og í handriti.

Svikaskáld halda kvöldin í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og er næsta Svikakvöld á dagskrá þann 20. ágúst. Það er vert að taka kvöldið frá.

Skáld.is mætti á svæðið og tók nokkrar myndir:

Frá vinstri: Berglind Ósk Bergsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Oddný Rósa Ásgeirsdóttir og Stefanía Dóttir Páls.

Einnig lásu Atli Pálsson og Jakub Stachowiak.