• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Vel heppnað Svikakvöld


Það var fullt út að dyrum á vel heppnuðu Svikakvöldi gærkvöldsins í Gröndalshúsi. Þar lásu sjö skáld sem endurspegluðu vel þann fjölbreytileika sem einkennir þessar kvöldstundir: Þarna stigu á stokk skáld sem komu úr ýmsum áttum, bæði reynd og óreynd með hefðbundin ljóð og óhefðbundin, útgefin og í handriti.

Svikaskáld halda kvöldin í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og er næsta Svikakvöld á dagskrá þann 20. ágúst. Það er vert að taka kvöldið frá.

Skáld.is mætti á svæðið og tók nokkrar myndir:

Frá vinstri: Berglind Ósk Bergsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Oddný Rósa Ásgeirsdóttir og Stefanía Dóttir Páls.

Einnig lásu Atli Pálsson og Jakub Stachowiak.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband