• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Veiðilendur nýrra orða

Ein helsta skáldkona þjóðarinnar sem um þessar mundir hefur skrifað í hálfa öld, Steinunn Sigurðardóttir, fjallaði nýlega um nýyrðasmíð í útvarpsþættinum Tengivagninum á rás eitt. Þar eru m.a. nefndar til sögunnar orðasmiðir eins og Arnfríður Jónatansdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir.

Steinunn hvetur fólk m.a. í pistli sínum til að stunda nýyrðaveiðar. Hún gegndi starfi í ritlist í nafni Jónasar Hallgrímssonar í HÍ í eitt ár og hélt m.a. hátíðarfyrirlestur í tengslum við það:

„Á þeim ritkennsluvelli varð það fyrir mér í stærri stíl en ég hafði lagt upp með að stunda nýyrðarýni í ljóðmál íslenskra skálda, og varð úr í framhaldinu mikið nýyrðasukk og smíðar, ekki síst vegna góðra undirtekta nemendanna. Þessi orðaferð hófst sakleysislega á því að ég hvatti þá til þess að hvessa augun almennt á orð sem gætu reynst þeim girnileg sem sérstök uppspretta ljóðs, eða einfaldlega til að nota í ljóði, jafnt líkleg sem ólíkleg orð. Og svo að nýta hið gjöfula internet til orðaveiða með öllum þeim orðabókum og ritmálsskrám sem þar er að finna.“

Skáld.is mælir með pistlum þessum!

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband