Þar sem ást mín vex

 

Annalou Perez er ein af þeim sem eiga texta í nýjasta hefti tímaritsins Ós - The Journal. Þar birtist eftir hana ljóðið Þar sem ást mín vex sem hún orti og flutti árið 2015 þegar hún steig á stokk sem fjallkona Dalvíkur (sjá bls. 69). 

 

Í tímaritinu segir frá því að Annalou kemur til Íslands árið 2001 en hún á rætur að rekja til Filippseyja. Um þessar mundir vinnur hún að meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands.

 

Í þessu fallega ljóði segist Annalou tjá ást sína á Íslandi samfara því að heiðra uppruna sinn. Þegar hún var beðin um að vera fjallkona Dalvíkur árið 2015 hafi hún ákveðið að sæta lagi og yrkja um tilfinningar sínar í garð Íslands. Hún orti ljóðið á ensku og sneri eiginmaður hennar, Rúnar Sveinsson, því yfir á íslensku.

 

 

 

Þar sem ást mín vex

 

Lungun fagna fersku lofti

Vatnið tæra slekkur þorstann

Daginn sem ég endurfæddist

Frá Filippseyjum Kyrrahafsins

Til undralands Íshafsins

 

Hvít bómull féll af himnum

Sem glitrar á sólríkum degi

Veitir ljósi á dökka grund

Undur snævar koma fram

 

Frískleiki golunnar

Dans litanna á næturhimni

Fanga hjarta mannsins

Veturinn færir leyndardóma

 

Þegar fleygir gestir lenda

Og túnin verða græn

Þar sem birtan er tímalaus

Þá eru ævintýrin endalaus

 

Rætur mínar eru í annarri mold

En vindurinn blés hjarta minu

Á þessa grund féllu ávextir minir

Á Íslandi þar sem ást mín vex

 

 

Myndin af Annalou Perez er sótt á síðu Dalvíkurbyggðar.

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband