• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Sæunn Kjartansdóttir og óstýrilát mamma


Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hefur nú bæst við Skáldatalið okkar. Hún hefur skrifað talsvert um geðheilbrigðismál og sendi frá sér bók í fyrra sem vakti mikla athygli, Óstýriláta mamma mín ... og ég. Þar fjallar Sæunn um móður sína, sem batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir, og leitar dýpri skilnings á hegðun hennar, m.a. út frá kenningum sálgreiningar. Bókin er afar athyglisverð lesning.