• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ó-lykt af skáldskap

Í tilefni af Hönnunarmars opnaði í gær sýningin Ó-lykt. Ilmheimur íslenskra bókmennta í versluninni Fischer í samnefndu sundi. Í kynningu á sýningunni er bent á að víða í skáldskap megi finna lýsingar á „lykt sem draga lesandann inn í heim ímyndunaraflsins. Með því að virkja skynjanir ná skáldin að blekkja lesendur svo að þeir ferðast ekki einungis í huganum heldur einnig líkamlega.“ Á sýningunni er leitast við að endurskapa efnislega þá lykt sem vel valin skáld lýsa í bókum sínum og með því móti fylla bæði raunheim og heim skáldskapar af fjölbreyttum lyktarupplifunum.

Á meðal þeirra skálda sem áttu verk, og lykt, á sýningunni voru Auður Haralds, Guðrún frá Lundi og Guðrún Helgadóttir. Þarna mátti finna dísætan kaffilm og lykt af nýsteiktum kleinum ásamt keim af alls konar vellyktandi undir glerhjálmum sem fylgdu völdum sögubrotum skáldanna. Sýningin er staðsett í kjallara hússins og lætur lítið yfir sér en hún er ákaflega falleg og frumleg.

Skáld.is mætti á svæðið og tók nokkrar myndir.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband