SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 5. júní 2020

Nýræktarstyrk úthlutað

 

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina í Gunnarshúsi, 4. júní sl.

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut.

Nýræktarstyrki 2020 hljóta tvær konur og tveir karlar:

 

Taugaboð á háspennulínu

Ljóð

Arndís Lóa Magnúsdóttir

 

Þagnarbindindi

Ljóðsaga

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

 

500 dagar af regni

Smásögur

Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson

 

Skuggabrúin

Furðusaga

Guðmundur Ingi Markússon

 

Nánar á vef MÍB.