• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Allir í strigaskóm - bókmenntaganga


Sigrún Eldjárn er einn vinsælasti barnabókahöfundurinn okkar. Hún hefur bæði skrifað og myndskreytt fjölda bóka, m.a. Sigurfljóð, Kugg, Málfríði og mömmu hennar og Bétveir-Bétveir en hér má horfa á skemmtilega sögustund með Sigrúnu þar sem hún les síðastnefndu bókina. Í lok myndbandsins segir Sigrún einnig frá fyrstu barnabók sinni, Allt í plati, sem kom út fyrir fjörutíu árum en var nýlega endurútgefin.

Í tilefni af fjörutíu ára rithöfundarafmæli Sigrúnar verður hún heiðruð með bókmenntagöngu um miðbæ Reykjavíkur, laugardaginn 13. júní. Sunna Dís Másdóttir er leiðsögumaður göngunnar sem er hugsuð fyrir alla fjölskylduna. Gangan hefst kl. 13:30 og tekur um 40 mínútur. Hún er ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er þarft að skrá sig sérstaklega á síðu Borgarbókasafnsins.

Myndin af Sigrúnu er fengin af síðu Borgarbókasafnsins.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband